Erlent

Kennsl borin á fyrstu líkin

Kennsl voru í gær borin á fyrstu lík fórnarlamba hryðjuverkanna í London á fimmtudag. Susan Levy 53 ára, tveggja barna móðir, lést í mannskæðustu árásinni, á Piccadilly-leiðinni þar sem 21 lét lífið. Eiginmaður hennar og sonur höfðu leitað hennar öllum stundum þar til þeim var tilkynnt um lát hennar. Önnur kona, Gladys Wundowa, 51 árs, var einnig meðal hinna látnu. Lögreglan staðfesti í gær að í það minnsta 52 létust í sprengingunum á fimmtudag, þremur fleiri en áður hafði verið gefið út. Sir Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði þó að sú tala ætti eftir að hækka. "Við leitum þá ábyrgu uppi hvar sem þeir eru og unum okkur ekki hvíldar fyrr en við höfum fundið þá og komið þeim undir hendur réttvísinnar," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í breska þinginu. Hann sagði líklegast að íslamskir öfgamenn hefðu staðið að hryðjuverkunum. Lögreglan lokaði götum nærri aðsetri forsætisráðherrans og fleiri stjórnarbyggingum um hálftíma skeið eftir að grunsamlegur pakki fannst.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×