Erlent

Londonárás: 52 látnir

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi í dag hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir í síðustu viku. Hann sagði árásirnar hörmuleg voðaverk á saklaust fólk og að ekkert hefði getað komið í veg fyrir þær. Í yfirlýsingu til neðri deildar breska þingsins sagði Blair að allt benti til þess að árásirnar hefðu verið skipulagðar af íslömskum öfgamönnum. Þá lofaði hann baráttuanda og seiglu Lundúnarbúa sem í milljóna tali hafi haldið til vinnu í dag með neðanjarðarlestum og strætisvögnum. Staðfest hefur verið að 52 létust í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í síðustu viku og eru 56 enn á spítala.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×