Erlent

Öryggisgæsla í hámarki

Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu Times í morgun. Þar segir að allt tiltækt lið lögreglu og öryggissveita sé nú í viðbúnaðarstöðu auk þess sem hermenn hafi verið kallaðir til aðstoðar. Rannsóknin beinist nú að myndum frá King´s Cross lestarstöðinni þar sem talið er að árásarmennirnir hafi ráðið ráðum sínum fyrir árásirnar. Stór hluti Lundúnabúa mætti í morgun í fyrsta sinn til vinnu eftir hryðjuverkin á fimmtudaginn. Þó að fólk hafi verið hvatt til að mæta til vinnu sinnar á föstudaginn tóku langflestir sér frí og því má segja að fyrst í dag sé borgarlífið endanlega komið í fullan gang á ný eftir hryðjuverkin.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×