Erlent

Telja öll líkin fundin

Lundúnalögreglan telur að tekist hafi að finna öll líkin sem grafin voru undir braki á stöðunum fjórum í London þar sem hryðjuverkin voru gerð á fimmtudag. Talið er að endanleg tala látinna verði 49 eða litlu fleiri. Bretar eiga á hættu að fleiri hryðjuverkaárásir verði gerðar þar til tekist hefur að hafa hendur í hári þeirra sem stóðu að baki hryðjuverkaárásunum á fimmtudag, sagði Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC. Clarke sagði að lögreglu hefði á undanförnum misserum tekist að koma í veg fyrir nokkrar árásir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×