Erlent

Vottar fjölskyldum látinna samúð

Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Í tilkynningunni segir: "Hræðilegir atburðir morgunsins hafa skotið skelk í bringu okkar allra. Ég veit að ég tala fyrir munn allra landsmanna þegar ég votta samúð mína öllum þeim sem urðu fyrir árásunum og skyldmennum þeirra sem létust og særðust. Ég dáist að þeim sem sinna neyðarstörfum á vettvangi." Drottningin dvaldi í Windsor-kastala eftir árásirnar í gær og var öryggisgæsla hert við heimili hennar í Buckinghamhöll.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×