Erlent

Fordæma árásirnar

Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Karzai segir afgönsku þjóðina senda Bretum samúðarkveðjur og að Afganar skilji vel þann sársauka sem breska þjóðin finni fyrir núna, enda hafi Afganistan ekki farið varhluta af hryðjuverkaárásum. Sheikh Rashid, upplýsingamálaráðherra Pakistans, hefur einnig gefið út yfirlýsingu þar sem sagt er að stjórnvöld fordæmi árásirnar og sendi Bretum samúð. Abdulmoshen Al-Akkas, félagsmálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði einnig að yfirvöld þar fordæmi árásirnar þótt ekki sé enn vitað hverjir hafi verið þar að verki og býður fjölskyldum þeirra sem fórust sína dýpstu samúð. Leiðtogar þjóða um heim allan hafa fordæmt árásirnar og sent bæði bresku ríkisstjórninni og Elísabetu Bretadrottningu samúðarskeyti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×