Erlent

Neyðarfundur hjá öryggisráðinu

MYND/AP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sem var staddur í Singapúr þegar árásirnar voru gerðar, lýsti sprengingunum í strætisvögnum og lestarkerfi borgarinnar sem fjöldamorðum. Það er stutt á milli gleði og sorgar því Bretar voru enn að fagna því að fá að halda Ólympíuleikana 2012, eftir valið á Lundúnum í gær, þegar hryðjuverkin dundu yfir í morgun. Borgarstjóri Lundúna, sem hélt strax til Englands í dag, sagði voðaverkin ekki beinast gegn þeim sem væru ríkir og valdamiklir heldur almennum saklausum borgurum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×