Sport

Browne og Mediate með forystuna

Bandarísku kylfingarnir Olin Browne og Rocco Mediate hafa eins höggs forystu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi að loknum fyrsta hring. Þeir léku hringinn í gær á 67 höggum eða á þremur undir pari. Athygli vekur að efstu mennirnir á Pinehurst-vellinum þurftu að fara í gegnum úrtökumót til að öðlast keppnisrétt á mótinu. Suður-Afríkumaðurinn Retif Goosen sem sigraði á mótinu á síðasta ári kemur næstur, einu höggi á eftir, en hann lék á 68 höggum rétt eins og Englendingurinn Lee Westwood og Bandaríkjamaðurinn Brandt Jobe. Tiger Woods og Vijay Singh, stigahæstu kylfingar heims, léku báðir á pari.  Bein útsending frá mótinu verður á Sýn klukkan átta í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×