Sport

NBA í beinni á Sýn í kvöld

Fjórði leikur Detroit Pistons og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Detroit  vann afar mikilvægan sigur í síðasta leik og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1, en þeir eiga leikinn í kvöld og næsta leik á heimavelli sínum, sem kemur þeim svo sannarlega til góða. Segja má að leikurinn í kvöld sé báðum liðum gríðarlega mikilvægur, því sigri Detroit, geta þeir endurheimt sjálfstraustið á ný eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Tapi þeir hinsvegar og lendi undir 3-1, má segja að lið San Antonio sé komið með pálmann í hendurnar. Frammistaða San Antonio á eflaust eftir að ráðast mikið af því hvort Manu Ginobili nær að hrista af sér meiðslin sem hann varð fyrir strax á upphafssekúndunum í síðasta leik, en hann gat lítið beitt sér eftir það, eftir að hafa farið á kostum í fyrstu tveimur leikjunum.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×