Sport

Garcia sendi skilaboð

Spánverjinn Sergio Garcia sendi skilaboð til annarra kylfinga fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst á fimmtudag með sigri á Booz Allen mótinu í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Garcia vann með tveimur höggum, lék samtals á 270 höggum og var fjórtán undir pari. Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamennirnir Davis Love og Ben Crane höfnuðu í öðru sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×