Sport

Birgir og Ólöf áfram

Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir komst áfram í gegn um niðurskurðinn á opna franska meistaramótinu í golfi í gær, þegar hún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrri daginn lék hún einnig á tveimur höggum undir pari og lauk því keppni í gær á fjórum yfir, sem nægði henni til áframhaldandi þáttöku á mótinu. Birgir Leifur Hafþórsson komst einnig áfram á áskorendamótinu í Esbjerg í Danmörku, en hann lék annan hringinn á mótinu á fimm höggum yfir pari, sem nægði honum til áframhaldandi þáttöku, en slæm skilyrði voru á mótinu og því nægði honum að leika á átta höggum yfir pari til að komast áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×