Innlent

Samson bað um fund

Samson-hópurinn bað um fund með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til að ræða söluna á Búnaðarbankanum og Landsbankanum þegar hún var í bígerð. Þetta upplýsti Valgerður í viðtali á Talstöðinni í Hádegisútvarpinu í gær. "Svo var endurtekið einhvers staðar viðtal við Björgólf Thor þar sem hann segir að Samson væri bara í þessu á viðskiptalegum forsendum en aðrir hefðu verið í þessu á pólitískum forsendum. Af hverju voru þeir að biðja um fund með mér ef ekki til að koma einhverju á framfæri við mig," sagði hún. Algengt er að ráðherrar séu beðnir um fundi á borð við þann sem Samson óskaði eftir og sagði Valgerður ráðherra yfirleitt reyna að verða við slíkum beiðnum. Hún kvaðst þó telja að ýmislegt hefði verið viðhaft við söluna á ríkisbönkunum sem hefði mátt standa betur að. "Fyrirtækin sem áttu í viðræðum við eigandann á þessum tíma fundu öll að því að ferlið hefði ekki verið nægilega skýrt og þess vegna er staðið öðruvísi að sölu Símans núna," sagði hún.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×