Sport

Magnús sigraði á fyrsta mótinu

Magnús Lárusson GKJ sigraði á fyrsta stigamóti ársins í golfi í Toyotamótaröðinni. Magnús hafði sigur á Örlygi Helga Grímssyni í GV í bráðabana en báðir léku á fimm höggum undir pari. Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ varð í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. Þórdís Geirsdóttir GK sigraði í kvennaflokki, lék á 144 höggum eða fjórum yfir pari. Anna Lísa Jóhannsdóttir GR varð önnur, höggi á eftir, og stigameistarinn frá í fyrra, Ragnhildur Sigurðardóttir GR, varð í þriðja sæti, þremur höggum á eftir Þórdísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×