Sport

Birgir Leifur endaði í 8. sæti

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, endaði í 8.-12. sæti á áskorendamótinu í Marokkó en hann lék á 66 höggum í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Birgir Leifur fékk í dag 8 fugla, 8 pör, einn skolla og einn tvöfaldan skolla. Birgir Leifur lék á 73 höggum fyrsta daginn, 66 höggum annan daginn, 68 þriðja daginn og svo 66 höggum í dag. Þess má geta að par vallarins er 71 högg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×