Innlent

Kosningar á landsfundi lögmætar

Ný kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar hefur gefið út yfirlýsingu um að kosningar í öll embætti á landsfundi Samfylkingarinnar hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. Þessi yfirlýsing er gefin út af gefnu tilefni því mikil umræða hefur verið um kosningarnar í fjölmiðlum undanfarið, sér í lagi um kosningu Ágústs Ólafs Ágústssonar í embætti varaformanns. Segir kjörstjórnin að framkvæmd kosninganna hafi verið með eðlilegum og hefðbundnum hætti á landsfundinum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×