Bíó og sjónvarp

Ríflega 12 þúsund á Star Wars

Alls sáu 12.382 manns þriðju Stjörnustríðsmyndina, Hefnd Sith, hér á landi um síðustu helgi og voru tekjur af myndinni tæpar 10 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þetta mun vera langstærsta opnun ársins og er myndin langvinsælust í bíó með yfir 70% af heildaraðsókninni. Uppselt var á nánast allar sýningar á föstudag og sunnudag og dagsýningarnar á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×