Innlent

Samfélagið þolir ekki meiri bið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lokaávarpi landsfundar Samfylkingarinnar að íslenskt samfélag þyldi ekki lengur meiri bið eftir breytingum. Fundinum var slitið með húrrahrópum. Formaðurinn sleit fundinum síðdegis í dag og sagði í ávarpi til flokksmanna að hún útilokaði ekki stjórnarsamstarf með neinum flokki að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda myndi Samfylkingin ekki beygja sig undir óskrifaðar reglur sjálfskipaðra valdaklúbba sem vilji velja sér félaga og ráða lögum og lofum, án tillits til hins lýðræðislega vilja fólksins í landinu. „Þekkingin er almenningseign, valdið er almenningseign og lýðræðið á að virka,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg sagði að íslenskt samfélag þyldi ekki lengri bið eftir breytingum. Sparsla þyrfti strax í þær sprungur sem hefðu myndast eftir allt of langan valdatíma þessarar ríkisstjórnar. Fundinum var svo slitið með því að fundarmenn hrópuðu ferfalt húrra fyrir Samfylkingunni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×