Innlent

Kona vék vegna kynjakvóta

Landsfundi Samfylkingarinnar var slitið nú síðdegis með ferföldu húrrahrópi. Þetta var langfjölmennasti landsfundur í sögu flokksins og þátttaka í formannskjörinu var meiri en dæmi eru um í íslenskum stjórnmálaflokki. Ýmsum þótti reyndar nóg um þær breytingar sem hafa orðið á forystunni í þágu kvenna og barna. Þannig gerðist það í fyrsta sinn í sögu flokksins að kona þurfti að víkja úr framkvæmdastjórn vegna kynjakvóta og karlmaður settist þar í hennar stað. Nánar verður fjallað um landsfundinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×