Innlent

Ætlar að vera lengi í stjórnmálum

Össur Skarphéðinsson sagði meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjöri Samfylkingarinnar lágu fyrir að úrslitin væru afgerandi og sterk, bæði fyrir flokkinn en þó sérstaklega fyrir Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga samfylkingarfólks. Hennar biði nú það verk að koma flokknum alla leið. Össur sagði að Ingibjörg hafi sigrað vegna sinna kosta, þolgæðis og úthalds, en líka vegna þess að henni auðnaðist að laða til sín mikinn kraft. Hluti hennar stuðningsmanna, líkt og sinna eigin, hafi komið utan Samfylkingarinnar og það hafi fært mikið atgervi inn í flokkinn. „Ingibjörgu Sólrúnu tókst, með hjálp okkar allra, að breyta Reykjavík. Nú er það hlutverk okkar allra sem hér erum inni að hjálpa henni að breyta Íslandi,“ sagði Össur.   Össur sagðist ætla að halda áfram að gera það sem hann hefði gaman af og því ætlaði hann að vera lengi í stjórnmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×