Innlent

Úrslitin ekki aðalatriðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjörinu voru kunngjörð að úrslitin væru ekki aðalatriðið því hugur flokksins stefndi annað og lengra; það væri verkefni Samfylkingarinnar í næstu þingkosningum sem skipti máli. Ingibjörg sagði persónulega sigra marka engin sérstök tímamót í Íslandssögunni, jafnvel þó að þeir geti verið sætir. „Það eru aðeins sigrar hugsjóna og hreyfinga sem skipta máli og þá, og því aðeins, skiptir niðurstaðan í þessu formannskjöri að hún leiði okkur til sigurs í þeim kosningum sem framundan eru. Þar liggur okkar sögulega tækifæri, þar skrifum við söguna og mótum framtíðina,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist sannfærð um að þau Össur muni bera gæfu til þess að snúa bökum saman sem einn maður í því starfi sem framundan er Alls bárust 12.015 atkvæði í póstkosningu Samfylkingarinnar um formann flokksins og fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7997 atkvæði eða en sitjandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hlaut 3970 atkvæði. 40 seðlar voru auðir og átta ógildir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×