Innlent

Selma syngur á Gay pride í Osló

Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma, hefur keppt í Euróvison. Sagði söngkonan að henni hefði borist tölvupóstur þar sem henni var boðið til Osló og hún þáði boðið, án mikillar umhugsunar. Gert er ráð fyrir að um 10 þúsund manns muni hlýða á Euróvision kempurnar íslensku á sviðinu hjá frændum okkar Norðmönnum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×