Sport

Mótmæltu yfirtöku Glaziers

Fimm stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United voru handteknir í gær eftir að mikil mótmæli brutust út fyrir utan heimvöll liðsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolms Glaziers á liðinu. Mörg hundruð stuðningsmenn liðsins söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, og létu öllum illum látum. Kveikt var í heimatilbúnum brúðum og myndum af Glazier og hundruð stuðningsmanna sögðu að Glazier myndi deyja. Stuðningsmennirnir eru sannfærðir um að Glazier muni eyðileggja liðið ef hann eignast þrjá fjórðu hluta í því sem myndi gera honum kleyft að taka liðið af markaði. Fastlega er búist við því að Glazier og fjárfestahóp hans takist þetta innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×