Leikjavísir

World of Warcraft

Markmið leiksins er að búa sér til kall og taka að sér ýmis verkefni sem eru að finna hingað og þangað í WoW (World of Warcraft) heiminum. Verkefnin eru miserfið auðvitað og fær maður reynslustig fyrir hvert og eitt sem gerir það að verkum að maður hækkar í stigi (level) og verður öflugari með hverju stigi sem maður hækkar. Á nokkrum stöðum eru svo dýflissur (dungeons) sem eru til þess gerðar að margir komi saman og geri þau verkefni þar sem þau er svokölluð “elite” verkefni og því mjög erfið, en verðlaunin eftir því. Þú byrjar leikinn á því að búa þér til þinn kall, þú getur valið að vera annaðhvort í "Alliance" eða "Horde" liðinu og líka ýmsa valmöguleika innan þeirra liða, svo sem karl, kona, dvergur o.s.frv. "Alliance" eru menn, dvergar, álfar og það sem við myndum kalla venjulegt fólk (ok kanski ekki álfar) á meðan að "Horde" eru orcar, undeads, taurens og trolls og það sem við köllum ævintýraverur. Þessi tvö lið eru í stríði, og þó að þú verðir ekki var við það á fyrstu stigum leiksins þá verðuru það þegar kallinn þinn er orðinn stór og sterkur og tilbúinn að fara að berjast við hitt liðið. Það getur tekið nokkra mánuði að ná því, nema þú sért aleinn í kjallaraholu og átt enga vini og hefur ekkert betra að gera nema að spila WoW, þá geturu náð því á svona mánuði til tvo. Þangað til verðuru bara að gera hin og þessi verkefni og safna þér stigum, sem er mjög gaman líka af því að maður finnur allskonar vopn hingað og þangað og dót sem gaman að er að nota. Einnig er hægt að velja sér tvo hæfileika sem nýtast þér vel í leiknum. Þessir hæfileikar geta verið allt frá saumaskap til vélfræði og allt þar á milli og getur komið sér mjög vel þegar á líður leikinn, sérstaklega þar sem þú getur sellt það sem þú býrð til og skapað þér þannig tekjur til að kaupa hitt og þetta sem þið vantar. Það sem gerir leikinn virkilega skemtilegann er að þú kynnist mikið af fólki í gegnum hann, og þú verður að gera það því sum verkefnin eru það erfið að það er ómögulegt að gera þau einn og því er það nauðsynlegt að koma sér upp hóp af fólki sem getur spilað hann saman, til dæmis getur hópurinn staðið af bardagamanni, prest, þjóf, veðimanni og ýmsum örðum tegundum sem eru að finna í leiknum og því mun auðveldara að gera verkefnin. Heimurinn er risastór og grafíkin er frábær, tónlistin er epísk og flott og skapar akkúrat réttu stemninguna sem þarf fyrir svona leik. Að spila leikinn er líka mjög einfalt, það eru engin sérstaklega flókin atriði og allt er innan seilingar sem gerir leikinn snöggan og þægilegann í spilun. Þar sem það er ógerlegt að fara í gegnum allann leikinn í einni svona grein þá hafði ég hugsað mér að gera það með því að spila einn kall og gefa svo skýrslu reglulega um hvernig gengur. Kallinn minn er undead warrior (horde) og er kominn á 29 stig sem merkir að hann er u.þ.b hálfnaður í styrkleikanum sem er mögulegur í leiknum, en samt ekki orðinn nógu fær til að fara að berjast í alvöru við hitt liðið (alliance) en samt þónokkuð öflugur til að gera hin ýmsu verkefni sjálfur. Ég hef valið á hann námugröft og járnsmíði sem fög og þýðir það að ég get grafið upp kopar, tin, járn, silfur og gull hér og þar og notað það til að smíða allskonar vopn, brynjur og ýmislegt fleira. Þegar hér er komið við sögu þá er ég að gera nokkur verkefni sem fela í sér að finna hluti eða drepa skrímsli sem einhver þarf að losna við. Ég er í hópi með nokkrum Hollendingum og Bretum og hittumst við reglulega tl að spila saman og klára þannig verkefni saman. Fylgist svo með uppfærslum á þessari grein og hvernig gengur. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Blizzard Heimasíða:worldofwarcraft.com/Niðurstaða: Leikurinn er frábær í alla staði fyrir þá sem fíla MMORPG leiki. Flottur, stór og hægt er að eyða heilu dögunum í honum án þess að blikna. Fjölbreytileikinn gerir það að verkum að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi en það verður að gæta varúðar ef þú átt kærustu/kærasta eða ert í vinnu því eitthvað gæti þurft að víkja.
The shimmering Flats
Hannes 29 lvl undead Warrior





Fleiri fréttir

Sjá meira


×