Sport

Liverpool í rauðu í Istanbul

Liverpool mun verða í sínum rauðu búningum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn AC Milan í Istanbul þann 25. maí næstkomandi. Milan vann hlutkestið um heimalið og hefði því átt að vera í rauðu, en liðin hafa komist að samkomulagi um að Milan spili í sínum hvítu varabúningum, búningnum sem þeir unnu Juventis í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum. Allir fjórir Evróputitlar Liverpool hafa komið þegar þeir spila í sínum rauðu búningum gegn liðum í hvítum búningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×