Sport

Mourinho: Betra liðið tapaði

Framkvæmdastjóri Chelsea, Portúgalinn Jose Mourinho, segir að betra liðið hafi tapað á Anfield í kvöld. Þeir bláu voru slegnir út úr Meistaradeildinni með umdeildu marki Luis Garcia, en myndbandsupptökur gátu ekki sýnt hvort boltinn var kominn inn eða ekki þegar William Gallas hreinsaði frá markinu. ,,Enginn veit hvort þetta var mark eða ekki, ekki einu sinni aðstoðardómarinn," sagði Mourinho. ,,En eftir markið var aðeins eitt lið á vellinum. Ég vona samt að þeir klári úrslitaleikinn.",,Taktíkin gekk upp hjá Rafa. Hann er ábyrgur fyrir spilamennsku þeirra og þeir eru ánægðir með að vera komnir í úrslit. Ég vil ekki gagnrýna þá, en þeir spiluðu eins og þeir vildu. Þeir börðust af krafti, maður verður að virða það. Ég er mjög vonsvikin en á sama tíma er ég mjög stoltur af leikmönnunum mínum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×