Sport

Garcia kemur Liverpool yfir

Luis Garcia er búinn að koma Liverpool yfir gegn Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. John Arne Riise sendi á Gerrard sem átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Chelsea, þar kom Milan Baros að lyfti boltanum yfir Petr Cech sem kom út á móti, boltinn fór hins vegar ekki inn en Luis Garcia var vel staðsettur og kom honum yfir línuna þrátt fyrir heiðarlega tilraun hjá William Gallas við að bjarga. Það er því ljóst að leikurinn mun ekki fara í framlengingu þar sem fyrri leikurinn fór 0-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×