Innlent

Íslenskukennsla skert um 33%?

Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Samtök móðurmálskennara krefjast þess í ályktun, sem samþykkt var einróma á vorfundi þeirra í dag, að einingafjöldi í íslensku í framhaldsskólum verði sá sami og hann var, áður en núverandi námskrá í íslensku frá 1999 tók gildi. Ekkert sé mikilvægara fyrir sjálfsmynd smáþjóðar en öflug kennsla í móðurmáli. Móðurmálskennarar segja helstu menningarverðmæti þjóðarinnar bundin í móðurmálinu og þeir líta á það sem skyldu sína að standa vörð um þau verðmæti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×