Innlent

Vara við áfengisfrumvörpum

Áfengisráðgjafarnir telja afleiðinguna muni verða til þess að auka heildarneyslu áfengis og barnadrykkju í landinu. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent þingmönnum og ráðherrum. Félagið bendir á stóraukinn áfengisvanda í Evrópu samkvæmt fréttum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Jafnframt lýsir það áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í áfengismálum þjóðarinnar undanfarin ár. Telur félagið frumvörpin sem liggja nú fyrir alþingi ekki til þess fallin að snúa þessari þróun við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×