Sport

Ancelotti sefur ekki

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan sagðist í gær ekki búast við því að sofa vel í nótt, vegna leiksins við PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld og sagði að slíkt ætti eflaust eftir að henda kollega sinn hjá hollenska liðinu. "PSV er með frábært knattspyrnulið. Þeir eru vel skipulagðir og sterkir varnarlega, rétt eins og við. Þessir leikir verða leikir sterkra varna. Ég helda að þeirra aðalstyrkur sé einmitt varnarleikurinn og svo búa þeir að því að hafa þjálfara sem gjörþekkir ítalska knattspyrnu," sagði Ancelotti. "Ég sef lítið fyrir þennan leik, en það gerir ekkert til, því kollegi minn Hiddink gerir það eflaust ekki heldur. Ég held að þeir mæti óðir til leiks og ætli sér að vinna. Allir búast við sigri okkar, því við höfum reynsluna og hefðina hér í Mílanó. Svona stórir leikir eru í genunum hjá okkur," sagði sá ítalski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×