Innlent

Tíu ár í stjórn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar eftir hádegi í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum. Stjórnarherrarnir sögðu samstarf sitt hafa verið afar farsælt og framfarir orðið miklar undanfarinn áratug, og það væri ekki síst miklum stöðugleika í stjórnmálum að þakka. Halldór sagði að ríkisstjórnin væri stolt af þeim árangri sem náðst hefði. Tuttugu og tveir ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því hún tók við völdum eftir Alþingiskosningarnar árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×