Innlent

Löggjöf um fjármál endurskoðuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Aþingi í dag að hann teldi rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Því sé tímabært að setja á ný á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi að verkefni að leggja mat á þörf fyrir löggjafarumbætur á þessu sviði í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi.  Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, bréf og óskað eftir að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×