Innlent

Fjárlaganefnd skoðar bankaskýrslu

Fjárlaganefnd samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2003 um sölu ríkisbankanna. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að nefndin fari af og til yfir slíkar skýrslur og ekki megi líta á ákvörðun hennar sem vísbendingu um að hún telji vinnulagi við sölu bankanna hafa verið ábótavant. "Okkur fannst ástæða til að fara yfir þessa skýrslu í ljósi umræðunnar að undanförnu þar sem ýmislegt hefur verið dregið sem gerir málið tortryggilegt." Magnús býst við að nefndin ljúki yfirferðinni fyrir þinglok en vill þó ekki segja hvað taki þá við enda liggja niðurstöðurnar ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×