Erlent

Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld?

Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld.

Sérfræðingar í málefnum Páfagarðs telja líklegt að kjörið taki frá fjórum og upp í tíu daga. Tæki kjörið skemmri tíma þætti það til marks um óvönduð vinnubrögð, en tæki það hins vegar lengri tíma benti það til þess að mikill ágreingur ríkti á meðal kardínálanna. Kardínálarnir verða sem kunnugt er lokaðir frá umheiminum þar til niðurstaða fæst.

Lengsta páfakjör í sögunni var á þrettándu öld þegar það tók kardínálana tæp þrjú ár að koma sér saman um val á nýjum páfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×