Sport

Inter sleppur vel

NordicPhotos/GettyImages
Lið Inter Milan á Ítalíu sleppur með ótrúlega væga refsingu eftir ólætin í stuðningsmönnum liðsins í leiknum við grannaliðið AC Milan í Meistaradeildinni á dögunum. Hætta þurfti leiknum vegna blysa sem rigndi inn á völlinn og stór reykjarmökkur lá yfir vellinum. Einn leikmanna Milan varð fyrir blysi sem kastað var inn á völlinn, og eftir ítrekaðar tilraunir til að stilla til friðar, ákvað dómari leiksins réttilega að flauta hann af. Nú fyrir stundu var dæmt í málinu og niðurstaðan er sú að lið Inter þarf að leika næstu fjóra heimaleiki sína í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum og hefur því einnig verið gert að greiða 132.000 punda sekt. Inter hefur þrjá daga til að áfrýja dómnum, sem þykir mjög vægur, ef tekið er tillit til þess að leikmenn áttu fótum sínum fjör að launa og voru heppnir að slemma með skrámur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ítalskar fótboltabullur láta til sín taka og því verður að segjast að liðið sleppi ansi vel með refsingu sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×