Sport

Capello: Liverpool voru frábærir

Framkvæmdastjóri Juventus, Ítalinn Fabio Capello, viðurkenndi í gær að lið hans hefði ekki haft nein svör við varnarleik Liverpool í leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi, en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 2-1 og komst því áfram í undanúrslitin. Rauði herinn varðist hetjulega í leiknum og fékk Juventus liðið aðeins tvö marktækifæri. ,,Augljóslega er það mjög sárt að detta út úr keppninni, ekki bara fyrir mig heldur félagið í heild því góður árangur í Meistaradeildinni er mjög mikilvægur fyrir félagið," sagði Capello. ,,Ég verð að óska Rafa (insk fréttamanns: Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool) til hamingju, taktískt séð er hann mjög snjall. Hann ákvað að spila sterkan varnarleik og lið hans fylgdi planinu mjög vel. Við fengum ekkert pláss til að vinna á og nánast engin færi. Liverpool voru frábærir í leik sínum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×