Innlent

Tæp 10 þúsund skora á stjórnvöld

. Verkefnið er á vegum Ungmennafélags Íslands. Svava sagði, að fyrir nokkru hefðu um 2700 undirskriftir um afnám fyrninga verið afhentar Bjarna Benediktssyni formanni allsherjarnefndar Alþingis. Þær 7000 undirskriftir til viðbótar sem safnast hefðu einungis í síðustu viku yrðu einnig afhentar allsherjarnefnd. Að auki yrði áskorunin send öllum alþingismönnum. "Þessi undirskriftarsöfnun mun halda áfram af fullum krafti," sagði Svava. Fundur um afnám fyrningar sem haldinn var í fyrrakvöld var mjög vel sóttur, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns, en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um ofangreinda breytingu á hegningarlögum. Hann sagði mikilvægt að náðst hefði þverpólitísk samstaða ungliðahreyfinganna um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×