Innlent

Samstarf við kínverskan háskóla

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Um 30 nemendur hafa síðustu misseri stundað nám við samstarfsskóla Bifrastar í Kína og Japan og gert er ráð fyrir að næsta vor muni um tíu kínverskir nemendur stunda nám sitt á Bifröst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×