Sport

Tekið á ofbeldi á vellinum

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti til þess í dag að tekið yrði á ofbeldi á knattspyrnuleikjum eftir að flauta varð leik Inter Milan og AC Milan af í gærkvöldi vegna mikilla óláta og blysa og flugelda sem fleygt var inn á völlinn, meðal annars í markvörð AC Milan. Berlusconi, sem er eigandi Milanliðsins, hefur gefið innanríkisráðherranum Pisanu leyfi til að beita róttækum aðgerðum til að stöðva þessa þróun, enda er þetta stjórnleysi umsókn Ítalíu, um að halda Evrópukeppnina í knattspyrnu árið 2012, ekki til framdráttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×