Sport

Lampard ánægður

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, var ánægður með sína menn eftir leikinn við Bayern Munchen í gær. Þrátt fyrir að tapa leiknum 3-2 í Munchen, er Chelsea komið áfram í undanúrslitin í Meistaradeildinni eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna á Englandi 4-2. Það er frábært að vera komnir áfram, því við vildum svo sannarlega komast lengra en í fyrra, þar sem við töpuðum fyrir Mónakó. Nú er bara að bíða og sjá hvernig leikur Liverpool og Juventus fer, en við vitum svosem að bæði þessi lið eru mjög sterk og að þegar svona langt er komið í keppninni er komið, eru allir leikir mjög erfiðir," sagði enski miðjumaðurinn, sem hefur verið að leika frábærlega upp á síðkastið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×