Sport

Guðmundur ver mark Mosfellinga

Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu en Guðmundur, sem er 41 árs, hefur verið í atvinnumennsku undanfarin ár, nú síðast með Kronau Östringen í Þýskalandi. Örn Franzson, stjórnarmaður í Aftureldingu, staðfesti þetta við íþróttadeildina. Að sögn Arnar mun Guðmundur einnig sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Þá segir Örn að stefnan sé að fá einn öflugan reynslubolta í viðbót fyrir næstu leiktíð til að efla annars efnilegt lið þar sem uppistaðan eru leikmenn 2. flokks sem eru bæði Íslands- og bikarmeistarar í sínum aldursflokki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.