Innlent

Fær ekki starfslokasamning

image

Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisútvarpið. Þegar Auðun Georg sagði sig frá starfi fréttastjóra fréttastofu Útvarpsins hafði hann ekki undirritað ráðningarsamning. Að höfðu samráði við Kristján Þorbergsson, lögmann Ríkisútvarpsins, ákvað Markús Örn að hafna beiðninni. Eyvindur G. Gunnarsson, lögmaður Auðuns Georgs segir að farið hafi verið fram á viðræður um starfslok. Í sínum huga sé það klárt að Auðun eigi rétt á bótum og uppsagnarfresti í vinnuréttulegum skilningi, en úr því þetta varð niðurstaðan ætli Auðun að láta þetta gott heita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×