Sport

Leikaraskapur hjá Ballack

Leikmenn Chelsea eru ósáttir við framkomu þýska landsliðsmannsins Michael Ballack hjá Bayern München en þeir telja að hann hafi fengið vítaspyrnu á lokamínútu leiks Chelsea og Bayern München í meistaradeildinni á miðvikudaginn á óheiðarlegan hátt. Ballack skoraði sjálfur annað mark Bæjara úr spyrnunni en leikmenn Chelsea segja að hann hafi fallið í teignum án þess að komið væri við hann. John Terry, fyrirliði Chelsea, las Ballack pistilinn eftir leikinn og sagði hann hafa verið að leika allan leikinn og Eiður Smári Guðjohnsen hafði líka skoðun á málinu. "Þetta var leikaraskapur hjá Ballack. Yfirvöld hafa verið að benda á þá sem reyna að plata dómara og segja að þau vilji losna við þetta úr boltanum. Samt gerist þetta," sagði Eiður Smári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×