Sport

Ítalska pressan óánægð

Ítalska pressan er ekki ánægð með hegðun ítölsku áhorfendurna á leik Liverpool og Juventus á Anfield í gærkvöldi. Stuðningsmenn Liverpool stóðu fyrir minningarathöfn vegna þeirra 39 sem létust, þar af 38 stuðningsmenn Juventus, á Heysel leikvanginum þegar liðin mættust í úrslitaleik Evrópukeppninnar fyrir tuttugu árum. Heimamenn héldu á stórum borða sem á stóð ,,Í minningu og vináttu" ásamt nöfnum þeirra 39 er létust. Að auki bjó Kop stúkan, þar sem hörðustu stuðningsmenn Liverpool sitja, til mósaík mynd með áletruninni ,,Amicizia"(ítalska orðið yfir vinátta) er mínútu þögn til að minnast þeirra látnu fór fram. Stór hluti ítölsku stuðningsmannanna snéru sér þá við í stúkunni á móti, ráku löngu töng upp í loft og púuðu. Ítalska pressan er allt annað en ánægð með þessa hegðun og hefur fordæmt verknaðinn. La Stampa frá Tórínó, borgin sem Juventus kemur frá, sagði meðal annars: ,,Á hátíð vinskapar er það heimskan sem sigrar. Stuðningsmenn Liverpool reyndu að minnast þeirra látnu á táknrænan hátt og um leið biðjast afsökunar, þá haga ítölsku stuðningsmennirnir sér svona. Þetta er til skammar, algjör hneisa." Gazzetta dello Sport tók í sama streng: ,,Stór hluti þeirra 2000 ítölsku áhorfenda hagaði sér skammarlega og neituðu að taka þátt í frábærri athöfn sem stuðningsmenn Liverpool stóðu fyrir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×