Sport

Samhugur á Anfield

Mikil viðhöfn verður á leik Liverpool og Juventus í Meistaradeildinni í kvöld, til að minnast fórnarlambanna á Heysel leikvangnum fyrir réttum 20 árum, þegar veggur hrundi á úrslitaleik liðanna í keppninni og varð 39 manns að bana. Liðin verða með ýmiskonar uppákomur til að minnast hinna látnu, svosem armbönd með áletruninni "vinátta" á ensku og ítölsku og einnig mun Ian Rush, sem lék með báðum þessum liðum á sínum tíma, koma fram á stóru spjaldi klæddur búningi sem er blanda af búningum félaganna. "Ég vona að þessi leikur verði leikinn í góðum anda og að með honum verði þessum kafla í sögunni lokað og allir geti haldið áfram með góðar minningar og jákvætt hugarfar," sagði Allesandro del Piero.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×