Innlent

Viðtalið örlagaríka

image

Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki nýlega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg Ólafsson: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg Ólafsson: Það er bara trúnaðarmál. Ingimar: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg Ólafsson: Ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg Ólafsson: Það var bara trúnaðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? Auðun Georg Ólafsson: Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg Ólafsson: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg Ólafsson: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg Ólafsson: Mig minnti ekki hvenær nákvæmlega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg Ólafsson: Já, þá var hann í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×