Innlent

Fréttamenn RÚV ganga á fund forseta Alþingis

image

Fréttamenn Ríkisútvarpsins ætla að ganga á fund forseta Alþingis nú klukkan 11 og afhenda honum áskorun um að grípa inn í fréttastjóradeiluna á RÚV. Nýráðinn fréttastjóri, Auðun Georg Ólafsson mætti til starfa á fréttastofu Útvarps í morgun. Hann hitti fréttamenn á fundi og sagði þar meðal annars að hann skildi að þeir sem ekki treystu honum vildu hætta störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Þá staðfesti Auðun Georg að hann hefði þegar sett sig í samband við fréttamenn úti í bæ í þeim tilgangi að manna vaktir, færi svo að starfsmenn fréttastofu Útvarps gengju út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×