Innlent

Fjármálaráðherra hnýtir í VG

Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Geir sagði borgarstjóra með þeirri ákvörðun hafa komið í bakið á stjórnvöldum sem deginum áður höfðu samið um auknar fjárveitingar til sveitarfélaganna í landinu sem stæðu illa fjárhagslega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×