Innlent

Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, svokallaðri CPT-nefnd. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um Hegningarhúsið á Alþingi í dag. Nefndin heimsótti Hegningarhúsið á árunum 1993, 1998 og 2004 og gagnrýndi ýmis atriði, þar á meðal að fangar nytu ekki náms, tómstunda eða atvinnu meðan á vist þeirra í fangelsinu stæði. Sagði dómsmálaráðherra að það væri mat Fangelsismálastofnunar að loka þyrfti Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg innan nokkurra ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×