Innlent

Fjármagn gegn átröskun á næstunni

Ráðherra sagði, að vinnan við fjármögnunarhlið þjónustunnar væri í fullum gangi þessa dagana, en deildin var opnuð fyrr í vikunni. Sérmenntað og þjálfað fagfólk í umönnun átröskunarsjúklinga er til staðar á geðsviði LSH, en ekki er unnt að manna deildina og nýta þekkingu þess nær eingöngu því þá kæmi það niður á anarri þjónustu á geðsviði. "Við erum að leita allra leiða til að styrkja þá teymisvinnu sem þarf að fara fram á nýju göngudeildinni," sagði heilbrigðisráðherra, sem sagði að 3- 4 stöðugildi til viðbótar þyrfti inn á deildina sem fyrsta skref, ef vel ætti að vera.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×