Innlent

Undarleg vinnubrögð við frumvarp

Frumvarpinu var lekið í fjölmiðla en hefur hvorki verið kynnt í ríkisstjórn né í þingflokkum stjórnarflokkanna. "Það er nefnd sem enginn veit hverjir sitja í sem semur þetta frumvarp. Á sama tíma er fjölmiðlanefnd skipuð en hún fær ekkert að vita. Síðan lekur ráðherrann völdum upplýsingum í Morgunblaðið og neitar svo að svara nokkrum hlut, mætir ekki í óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi og hafnar utandagskrumræðum sem beði var um," segir Mörður. "Ég hef ekkert að segja um efnisatriði frumvarpsins enda liggur ekkert fyrir nema það sem ráðherra hefur valið að leka. Við í sjórnarnandstöðunni erum reiðubúin að ræða fjármögnunarleiðir almennt, meðal annars nefskattinn en við sættum okkur illa við þær hugmyndir sem ráðherra virðist hafa um ráðherravæðingu ríkisútvarpsins," segir Mörður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×